Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra var bjartsýnn á uppbyggingu Landspítala við Hringbraut á ársfundi spítalans í síðustu viku. Þar sagði hann meðal annars: Árið 2016 eru tæpir tveir milljarðar ætlaðir í Nýjan Landspítala og nú stefnir í stórtíðindi, því fimm ára fjármálaáætlun ríkisins verður kynnt á næstu dögum og ég get sagt það strax að þar er í fyrsta sinn áætlað fyrir milljarða framkvæmdum við meðferðarkjarna nýs spítala sem rísa mun á lóð Landspítalans við Hringbraut í samræmi við áætlanir og ákvarðanir stjórnvalda og fyrirliggjandi skipulag. Í áætluninni er tryggt fjármagn sem gerir kleift að bjóða út framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna strax og hönnunarferlinu lýkur árið 2018.
Sjá frétt á heimasíðu velferðarráðuneytisins og heimasíðu Landspítala