Samstarf sviðsráðs heilbrigðisvísindasviðs, Spítalans okkar og NLSH.

Fundað með sviðsráði heilbrigðisvísindasviðs HÍ
Fundað með sviðsráði heilbrigðisvísindasviðs HÍ
Á fundi sem sviðsráð heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands boðaði til, ræddu Anna Stefánsdóttir formaður Spítalans okkar og Jóhannes M. Gunnarsson ráðgjafi hjá NLSH áætlanir um aðstöðu nemenda heilbrigðisvísindasviðs í nýbyggingum Landspítala.
 
Einnig voru til umfjöllunar áætlanir Háskóla Íslands um nýbyggingu fyrir starfsemi heilbrigðisvísindasviðs en í samþykktu deiliskipulagi á lóð Landspítala við Hringbraut er gert ráð fyrir langþráðum nýbyggingum heilbrigðisvísindasviðs.
 
Góðar umræður voru á fundinum um uppbyggingu Landspítala og mikilvægt samstrarf heilbrigisvísindasviðs og spítalans. Einhugur var um að halda samstarfinu áfram sem samtökin Spítalinn okkar fagna mjög.