„Nálægð háskóla og háskólaspítala er lykilatriði í góðu og frjóu samstarfi“

Sæmundur Rögnvaldsson, læknanemi og formaður Félags læknanema segir í grein í Fréttablaðinu að alls ekki megi vanmeta mikilvægi þess að staðsetja háskólaspítala í nálægð við háskóla. Í greininni segir Sæmundur meðal annars: „Flestum virðist ljóst að reisa þurfi nýjan Landspítala en staðsetning nýs spítala hefur orðið talsvert hitamál og umræðan einkum snúist um umferðar­mál. Hringbraut varð fyrir valinu í kjölfar ítarlegrar greiningarvinnu sem meðal annars tók tillit til nálægðar við HÍ. Í umræðunni virðist þessi þáttur nú hafa verið settur í annað, ef ekki þriðja sæti. Gagnrýnendur telja að nálægð háskóla sé óþarfi þar sem að á nýja spítalanum verði aðstaða fyrir nemendur og hægt er að senda tölvupóst milli stofnana.

Ég hef fengið að vera hluti af því mennta- og rannsóknarstarfi sem fer fram á Landspítala og ég held að þetta sé stórkostlegt vanmat á mikilvægi sambands háskóla og Landspítala og nálægðar í því samhengi. Ég er ekki tilbúinn að samþykkja að það eina sem skiptir máli við val á staðsetningu nýs spítala sé hvernig best er að keyra þangað". 

Geinina má lesa í heild sinni hér.