María Heimisdóttir, stjórnarmaður í landsamtökunum Spítalinn okkar skipuð landlæknir til næstu 5 ára

Ég Þorkell Sigurlaugsson, formaður stjórnar Spítalsns okkar óska f.h. stjórnarinnar Maríu Heimisdóttur til hamingju með skipun í embætti landlæknir, en hún tók til starfa núna um mánaðarmót. Hún er búin að vera í stjórn Spítalans okkar í tæplega eitt ár og er varaformaður samtakanna. Hæfnisnefnd segir Maríu hafa afburða leiðtogahæfni og farsæla reynslu af stjórnun.