Þorsteinn Pálsson skrifar á heimasíðu sína Af kögunarhóli Þorsteins Pálssonar um málefni Landspítala undir heitinu: Viðreisn Landspítalans. Þar segir hann meðal annars:
Starfsemi nútíma sjúkrahúss byggir á þremur stoðum: Fólki,tækjum og húsnæði. Nú er svo komið að þverbrestir hafa myndast í öllum þessum þremur undirstöðum. Við getum ekki boðið samkeppnishæf laun við grannlöndin. Við höfum ekki efni á að fylgja tækniþróuninni nógu hratt eftir með tækjakaupum. Og við ráðum ekki við að endurnýja húsakostinn með sómasamlegu móti. Samt er landið fleytifullt af peningum. Er þá ekki einfalt að forgangsraða betur? Að einhverju leyti má gera það. Rót vandans er þó mun dýpri.