Heilbrigðisráðherra á viðburði í Hofi

Heilbrigðisráðherra ávarpar gesti
Heilbrigðisráðherra ávarpar gesti

Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra sat fyrirlestra hjá Spítalanum okkar á viðburðinum í Hofi. Hann ávarpaði gesti og sagði m.a. að nú væri unnið að fullnaðarhönnun á sjúkrahóteli Landspítala, en bygging þess er liður í endurnýjun húsnæðis spítalans. Hann sagðist vinna í því núna að fjármunir kæmu á fjárlögum árins 2015 til að halda áfram byggingaráformum nýs húsnæðis Landspítala.