„Fjármögnun ekki vandamál“

Jón Finn­boga­son, for­stöðumaður skulda­bréfa hjá Stefni, flutti erindi á morgunverðarfundi Fé­lags at­vinnu­rek­enda á miðvikudag.Í erindi sínu ræddi Jón aðallega fjármögnun nýbygginga Land­spít­ala við Hring­braut. Í máli hans kom m.a fram að mikil eftirspurn væri eftir rík­is­skulda­bréf­um og að staða ríkissjóðs væri að styrkjast umtalsvert. Þá kom fram að samkvæmt áætlunum Nýs Landspítala væri fjár­magnsþörf­inni vegna nýbygginga Land­spít­ala  dreift til árs­ins 2023. 

Jón sagði að teknu tilliti til þessa þá væri fjár­mögn­un verk­efn­is­ins eng­in fyr­ir­staða fyrir byggingaframkvæmdum.

Sjá meira í frétt á mbl.is