Jón Finnbogason, forstöðumaður skuldabréfa hjá Stefni, flutti erindi á morgunverðarfundi Félags atvinnurekenda á miðvikudag.Í erindi sínu ræddi Jón aðallega fjármögnun nýbygginga Landspítala við Hringbraut. Í máli hans kom m.a fram að mikil eftirspurn væri eftir ríkisskuldabréfum og að staða ríkissjóðs væri að styrkjast umtalsvert. Þá kom fram að samkvæmt áætlunum Nýs Landspítala væri fjármagnsþörfinni vegna nýbygginga Landspítala dreift til ársins 2023.
Jón sagði að teknu tilliti til þessa þá væri fjármögnun verkefnisins engin fyrirstaða fyrir byggingaframkvæmdum.
Sjá meira í frétt á mbl.is