„Allir á einum stað“

Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir og Maríanna Garðarsdóttir röntgenlæknir voru í Morgunútgáfunni á RÚV í morgun. Fram kom í máli þeirra hversu mikil vinnuhagræðing það væri ef öll bráðstarfsemi Landspítala væri á einum stað. Fjarlægð milli húsa Landspítala þar sem bráðastarfsemin er rekin skapar vandamál fyrir sjúklinga sem þarf að flytja milli húsa, oft bráðveika. 

Maríanna sagði að nýtt húsnæði Landspítala mundi gjörbreyta starfsemi myndgreiningardeildar þar sem rekin yrði ein myndgreiningardeild. Í máli Gunnars kom fram að krabbameinslæknar eiga mikið samstarf við aðra sérgreinalækna sem margir eru staðsettir í öðru húsi ásamt sjúklingunum, það er tímasóun að fara milli húsa og stundum varla framkvæmanlegt í önnum dagsins.