15. fundur stjórnar

15. stjórnarfundur  haldinn 8. desember  kl. 16.00 í Heilsuverndarstöðinni

Mætt voru: Anna Stefánsdóttir,  Garðar Garðarson, Gunnlaug Ottesen, Jón Ólafur Ólafsson og Þorkell Sigurlaugsson.  Anna Elísabet Ólafsdóttir og Bjarney Harðardóttir  boðuðu forföll.

Gestur fundarins var Magnús Heimisson

 1.       Fundargerð 14. fundar samþykkt og undirrituð

2.       Kynningarmál; Magnús Heimisson fór yfir stöðuna í kynningarmálunum eftir haustmisserið. Spítalinn okkar hefur haldið 18      kynningafundi hjá félagasamtökum og stofnunum.  Einnig voru haldin tvo málþing annað í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hitt í Ráðhúsi Reykjavíkur. Auglýsingar og umfjöllun tengt málþingunum náði til fjölda fólks og  vel hefur tekist með allar þessar kynningar. Fjallað hefur verið um Spítalann okkar í ljósvakamiðlum og vefmiðlum. Landsbankinn styrkti kynningarstarfið og er kostnaður í samræmi við áætlun þar um. 

3.      Fjármál: Tillaga um mögulega fjármögnunarleið á framkvæmdum nýbygginga Landspítala sem stjórnin hefur haft til umfjöllunar á tveim fundum verður kynnt heilbrigðisráðherra 10. desember.  Anna og Þorkell hitta ráðherra. Fram kom að mikilvægt sé að hitta einnig fjármálaráðherra. Stjórnin ræddi hvort Spítalinn okkar ætti að efna til sérstaks málþings um fjármögnunarleiðir með hagsmunaaðilum. Ákveðið að ræað það frekar í tengslum við aðalfund

4.       Önnur mál.

  1. Ákveðið að hafa stjórnarfundi annan hvern mánudag á vormisseri og aðalfund fimmtudaginn 26. mars. Ákveðið að halda málþing tengt aðalfundi og fá erlendan fyrirlesrara til að ræða m.a. ávinninginn af því að flytja sjúkrahússtafsemi í nýtt sérhannað húsnæði.
  2. Næsti fundur stjórnar verður 12. janúar. Anna sendir rafræn fundarboð á stjórnarmenn.

 

Fundi slitið kl. 18.00

Anna Stefánsdóttir  ritaði fundargerð