119. fundur Spítalans okkar.
Haldinn 31. okt. 2024 í húsnæði LSH Skaftahlíð 24 kl. 15:00.
Mættir voru frummælendur þeir: Runólfur Pálsson forstjóri. LSH, Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri NLSH, Ásgeir Margeirsson framkvæmda-stjóri. Stýrihópsins, Jón Hilmar Friðriksson verkefnisstjóri nýs Landspítala hjá LSH.
Mættir úr stjórn Spítalans okkar. Þorkell Sigurlaugsson, María Heimisdóttir, Gunnlaug Ottesen, Erling Ásgeirsson og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir sat seinni hluta fundarins. Anna Sigrún Baldursdóttir og Jón Ólafur Ólafsson boðuð forföll.
Dagskrá fundarins. Stutt framsöguerindi og almennar fyrirspurnir og umræður,
Þorkell byrjaði á því að skýra það hvers vegna við erum hér í dag. Við erum að víkka út hlutverk félagsins. LSH er háð því að heilbrigðiskerfið virki. Við erum að leggja áherslu á geðheilbrigðismál og heilsugæsluna. Er að koma ný ríkisstjórn og þurfum að vera undirbúin nýjum ráðherrum og jafnvel breyttri stefnu. Sagði einnig frá Rannsóknar- og djúptæknisetri.
1. Runólfur ræddi um stöðu LSH eins og hún er í dag. “Spítalinn er í brekku” . Skortur er á legurýmum. Covid var erfitt en stórt hjúkrunarheimili við Sléttuveg aðstoði mjög mikið LSH. Fresta þarf aðgerðum vegna skorts á legurýmum og ekki bætir úr skák að 5 börn hafa verið í gjörgæslu dögum saman. Allra ráða hefur verið leitað til að fjölga legurýmum. Nokkuð rættist úr þegar hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu náðu að breyta nokkrum rýmum sem ætluð voru til hvíldarinnlagnar í langtímarými til umráða fyrir spítalann. Nú eru þessi rými fullsetinn og tugir sjúklinga sem ættu með réttu að vera á hjúkrunarheimilum eru inni á spítalanum. Leggur áherslu á að finna verði einhverja bráðabirgðalausn. LAGÐI ÁHERSLU Á NÆSTU MÁNUÐI.
Runólfur ræddi einnig um geðheilbrigðismálin sem hann segir ekki á ”góðum stað”. Leggur áherslu á reksturinn næstu mánuði.
2. Gunnar Svavarsson fór yfir stöðu framkvæmda. Gunnar fór yfir sögu byggingaframkvæmda LSH nokkra áratugi aftur í tímann. Kom fljótt að stöðunni í dag. Klæðningu utan á Meðferðarkjarnann verður lokið fyrir áramót. Ístak vinnur að frágangi á þaki. Innanhúsfrágangur á 2 efstu hæðunum hefst í upphafi næsta árs. Er það mikið verk sem krefst u.þ.b. 600 starfsmanna. Tengibygging yfir í Barnaspítalann er í gangi. Uppsteypa rannsóknarhússins er í fullum gangi og ætti að verða lokið næsta sumar.
Nýbygging við Landspítalann á Grensás sem er 4.400 ferm. gengur vel og á að vera lokið á haustmánuðum 2026.
Bílastæða og tæknihús við Hringbraut er nú langt komið og klæðning á húsinu að utan hefst von bráðar. Áætlað er að taka húsið sem rúmar 520 bíla og 200 hjól í stæði, í notkun næsta vor. Vinna við 10.000 ferm. viðbyggingu við Læknagarð fyrir heilbrigðisvísindasvið HÍ er að hefjast. Bílastæði undir Sóleyjartorgi eru langt komin sem mun verða notað sem efnisgeymsla og aðstaða fyrir verktaka meðan á framkvæmdum stendur. Gunnar tók fram að heilt á litið gengi þetta gríðarstóra verkefni vel. NLSH hefur tekist á við þau nýju verkefni sem félaginu hafa verið falin. Öll þessi verkefni eru í góðum farvegi, en misjafnlega langt gengin.
3. Ásgeir Margeirsson ræddi framtíðina, annan áfanga uppbyggingarinnar. Var hissa að ekkert ártal sást eftir 2040. Hann vildi horfa til lengri tíma. Niðurstaðan er sú að geðheilbrigðisbygging mun ekki rúmast á lóðinni við Hringbraut svo vel sé. Leitað hefur verið eftir lóð innan 5 km. radíus frá Hringbraut, sem útilokar ýmsa þá staði sem hafa verið í umræðunni til þessa s.s. Vífilsstaði, Kjalarnes og Reykjalund. Það mundi alltaf taka 10-15 ár að koma upp geðsjúkrahúsbyggingu við Hringbraut og er því afar seinlegt verkefni og erfitt að koma því fyrir því þetta kallar á marga fermetra. Sá staður sem helst kemur til greina er á svæðinu (lóðinni) sunnanverðu við Borgarspítalann. Jákvæð viðbrögð hafa fengist við þessa hugmynd frá Reykjavíkurborg.
Fram kom í máli Ásgeirs að ákveða þurfi framtíð Borgarspítalans sem fyrst, en eins og kunnugt er er í upprunalegum áætlunum áform um að leggja þá starfsemi sem þar er niður og selja bygginguna. Ekki hefur verði tekin formleg ákvörðun um annað. Þær hugmyndir sem Stýrihópurinn er að velta upp er hvort heppilegra væri að flytja Landakotsspítala á Fossvog og reka þar öldrunarspítala ásamt stórri heilsugæslustöð. GDL hús (Göngudeildar- dagdeildar og legudeildarhús). „GDL“ er komið á dagskrá og undirbúningur á byrjunarstigi. Mun hýsa göngudeildarþjónustu ásamt legurýmum á tveimur hæðum. Vandamálið er að forsendur eru því miður allt aðrar núna vegna fjölgunar þjóðarinn, innflytjendur, öldrun o.fl. Hvað verður gert við K byggingu og hvað verður með GDL. Það verða líka skurðstofur, 6 sagði Runólfur. Meðferðarkjarninn mun tengjast GDL norðan megin við Sóleyjartorgið.
4. Jón Hilmar Friðriksson fjallaði um undirbúning flutninga sem er í raun löngu hafin. Jón minnti á að meðferðarkjarninn leysir bara sumt. Áfangi 2 er í farvegi og mikilvægt að koma honum í gang sem fyrst til að nýta reynslu fólksins áður en það hverfur alveg í önnur verkefni. Svo er spurning hvað þarf að gera til bráðabirgða þar til framtíðarlausn er komin. Það er samt vandi sem þarf að leysa. Það er ekki hægt að bíða. Nú sé verið að fara yfir fyrri hugmyndir og áætlanir um bráðaþjónustu og gjörgæslu í nýja Meðferðarkjarnanum. Varðandi flutningamálin þá. Byrjað að vinna að kaupum á hugbúnaði og tækjum. Búið að fá skýrslur frá öðrum um flutninginn. Vera hvorki of snemma eða of seint. Eiga allir að geta komið inn af götunni og fengið plástur á sárið Hvað gerum við næstu 5 árin ? Nr.1 Staðsetja Geðdeild og hefja framkvæmdir. Nr.2 Göngudeildarhús. Nr.3 Hvað með eldri byggingar. Nr.4 Stækka bráðamóttöku í Fossvogi. Hvað gerum við svo við Landakot. Hvað gerðum svo næstu 5 árin. Það eru nokkur brúarverkefni. Verið að horfa á stækkun bráðamóttöku í Fossvogi. NLSH er að annast það.
5. Almennar umræður og fyrirspurnir: Þorkell rifjað upp fyrstu 10 árin og svo næstu 10 árin. Spurning er að nú eru liðin mörg ár síðan fyrstu hugmyndir um byggingu nýs Landspítala komu fram. Við vitum að umfangsmikil skýrsla McKinsey lág til grundvallar þegar verkefnið fór af stað. Nú lifum við í gjörbreyttu samfélagi en erum við á réttri braut? Stýrihópurinn hefur einmitt verið að fjalla um þetta atriði og ráðið KPMG til að fara yfir forsendurnar og þann farveg sem verkefnið er í. KPMG ber að skila fyrstu niðurstöðum fyrir áramót. Fram kom að byggingarkostnaður spítala samsvari tveggja ára rekstrarkostnaði. Einnig kom fram að ef fráflæðisvandinn verði leystur með byggingu nýrra hjúkrunarrýma og öðrum þeim úræðum er gagnast öldruðum þá mun meðferðarkjarninn gagnast þjóðinni um ókomin ár.
Að lokum þakkaði Þorkell Sigurlaugsson fyrir góðan fund og upplýsandi. Minnt jafnframt á að Spítalinn okkar væru almannasamtök sem hefðu það á stefnuskrá sinni að taka þátt í jákvæðri umræðu um heilbrigðismál. Hefðu samtökin einbeitt sér undanfarin 10 ár að því að ræða nýbyggingar Landspítalans á jákvæðan hátt með því að halda málþing, með greinaskrifum og upplýsingamiðlun til ýmissa aðila. Umræður og upplýsingar á fundinum gæfu tilefni til þess að samtökin héldu sínu striki og gerðu sig gildandi í umræðu um þá miklu og nauðsynlegu uppbyggingu sem vinna þarf að.
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 17:00