116. fundur stjórnar.

Spítalinn okkar

116. fundur stjórnar.

Haldinn 19. júní 2024 í Grósku Bjargargötu 1 kl.16.00.

Mættir voru úr stjórn Spítalans okkar Þorkell Sigurlaugsson form., Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, Erling Ásgeirsson, Anna Sigrún Baldursdóttir og Gunnlaug Ottesen. Forföll boðuðu María Baldursdóttir og Jón Ólafur Ólafsson boðuðu forföll.

Dagskrá fundarins:

1.      Skrifa undir fundargerðir síðustu funda sem fylgir hér með.

2.      Framhald mála varðandi Hvidovre

3.      Heimasíðan.  Uppfærsla og viðhald.  Einnig viðhalda Facebook síðu

4.      Helstu verkefni sem við ættum að einbeita okkur á haustmánuðum

5.      Kynningarmál og afla félagsmanna sbr. umræður á fundi 14.maí

6.      Fundur NLSH í fyrramálið kl. 8.15 á Grand Hótel

7.      Önnur mál. 

1. Fundargerðir 114. og 115 fundar undirritaðar af viðstöddum stjórnarmönnum.

2. Gestirnir frá Hvidovre Hospital báðu fyrir þakkir til allra sem  komu að því að gera heimsókn þeirra eins fróðlega og skemmtilega og raun bar vitni. Hitan og þungana af heimsókninni bar Guðlaug Rakel. Fram kom hjá gestunum að fyrirkomulag framkvæmda við spítalabyggingar er með nokkuð  öðrum hætti í Danmörku en hér á landi. Fram kom að  Birgitte Rav Dagenkolv  forstjóri CEO Hvidovre Hospital ber hita og þunga af framkvæmdinni og stjórnar bæði innri sem ytri kynningu á verkefninu.  „Mikilvægt er að starfsfólkið sé haft með í ráðum frá upphafi til enda annars gengur yfirfærslan í nýja húsnæðið ekki þegar þar að kemur. Það er mitt job og ég vinn í því alla daga frá morgni til kvölds. Það má ekkert fara í skrúfuna. Ég hef ekki getað séð hver gegnir þessu hlutverki hér hjá ykkur innan Landspítala“  

3.  Rætt var um að Anna Sigrún tæki að sér uppfærslu og viðhaldi á heimasíðunni með Þorkeli sem orðin er úrelt sem og viðhald á Facebook síðu samtakanna.

4. Rætt um helstu verkefni á haustmánuðum. Margar spurningar komu upp í þessum umræðum ss. í upphafi var veigamikið samráð við fagfólk á spítalanum margar vinnustofur reknar, hermilíkön  smíðuð o.s.frv.. Lítið hefur verið um slíka starfsemi að undanförnu. Það kann að vera áhyggjuefni að e.t.v. er verulegur hluti þess starfsfólks sem kom að þessari vinnu í upphafi ekki lengur í vinnu hjá spítalanum. Hvað verður um gömlu húsin, hvað verður um Borgarspítalann osfv. Gæti geðdeildin eða geðspítalinn ekki verið á lóðinni í Fossvogi. Er hægt að vinda ofan af þeim skipulagsbreytingum sem gerðar voru. Til að stjórnin fái betri yfirsýn yfir verkefnið var ákveðið að fá til fundar með stjórninni í sitt hvoru lagi en hugsanlega einhverja saman þá  Ásgeir Margeirsson framkvæmdastjóra stýrihópsins, Jón Hilmar Friðriksson verkefnastjóra nýs Landspítala hjá LSH og Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóra NLSH ohf. Þorkell kannar með það.

6. Sumarmálstofa NLSH ohf. haldinn á Grand Hótel 20 janúar.  Málstofan stendur frá kl. 8:00 til 10:00 farið verður yfir stöðu einstakra verkþátta. Þorkell og Erling munu a.m.k. mæta

4.Undir liðnum önnur mál var rætt um að hafa samband við hin ýmsu fagfélög heilbrigðisstétta með mögulegt samstarf í huga.

Fleira var ekki rætt á fundinum formaður sleit fundi kl. 17:30

 

Fundargerð ritar Erling Ásgeirsson