Spítalinn okkar með kynningu

Spítalinn okkar var með kynningarbás á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldin var 9. og 10. október. Ráðstefnuna sóttu um 400 manns. Margir ráðstefnugestir komu við í básnum og ræddu við stjórnarmenn í Spítalanum okkar og stofnfélaga sem tóku þátt í kynningunni. Samtökin kynntu markmið sín og hvernig unnið er að því að ná þeim.  Rætt var um hversu mikilvægt byggingaverkefnið er fyrir heilbrigðisþjónustuna í landinu og hvers vegna ekki er hægt að bíða með að hefjast handa við bygginguna.  Margir ráðstefnugestir gerðust stofnfélagar í Spítalanum okkar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kom við í básnum og ræddi við Jóhannes M.  Gunnarsson, lækni.