Hringbraut hefur margítrekað verið staðfest sem besti staðurinn

Á afmælisdegi samtakanna birti varaformaður stjórnar, Þorkell Sigurlaugsson, grein í Morgunblaðinu undir heitinu „Sátt um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut“. Í greininni kemur meðal annars fram að Hringbraut hefur margítrekað verið staðfest sem besta staðsetning fyrir uppbyggingu Landspítala. Að þeirri ákvörðun hafi komið fjöldi ráðgjafa, forstjórar Landspítala, borgarstjórn Reykjavíkur, sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Alþingi Íslendinga. Aðalskipulag fyrir Reykjavík og deiliskipulag fyrir Landspítalareitinn hefur verið samþykkt.

Í greininni kemur einnig fram að samið hefur verið við hönnuði að undangengnu útboði og að hönnun spítalans er í fullum gangi með þátttöku starfsfólks, sjúklinga, innlendra og erlendra ráðgjafa og hönnuða.

„Verkframkvæmd er hafin og fyrsta byggingin, sjúkrahótel, verður risin á vormánuðum 2017“, segir Þorkell meðal annars í grein sinni.

Þá segir Þorkell að mikilvægt sé að „heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands hafi áfram tækifæri til að þroskast og þróast með háskólasjúkrahúsinu við Hringbraut".  

Greinina má lesa hér