Flýtilyklar
Nýr Landlæknir talar skýrt um uppbyggingu Landspítala við Hringbraut
07.04.2018
Nýr landlæknir, Alma Möller, segir í viðtali í dag að framkvæmdir við nýjan Landspítala þoli enga bið. Landlæknir telur einnig mikilvægt að huga að staðarvali fyrir annan spítala á öðrum stað sem mætir þörfum framtíðar.
Þetta er álit allra þeirra mikilvægustu fagaðila og flestra hagsmunaaðila sem hafa tjáð sig um verkefnið að klára skuli verkefnið við Hringbraut. Í þessu verkefni, Hringbrautarverkefninu, sem er eitt stærsta, mikilvægasta og kröfuharðasta verkefni núverandi ríkisstjórnar er mikilvægt að samstaða sé sterk og staðreyndir og fagmennska ráði för.