Uppbygging í augsýn

Innan fárra vikna hefjast byggingaframkvæmdir á lóð Landspítala við Hringbraut. Fljótlega verður tekin fyrsta skóflustungan að sjúkrahótelinu sem er fyrsta nýbygging nýs Landspítala við Hringbraut. Sjúkrahótelið verður tekið í notkun árið 2017. Þar verður rými fyrir 76 einstaklinga og að auki geta fjölskyldur dvalið þar. Innangengt verður frá sjúkrahótelinu á Landspítala. Með tilkomu sjúkrahótels mun aðstaða fyrir sjúklinga og aðstandendur breytast mikið til batnaðar m.a. fyrir íbúa af landsbyggðinni og styrkir Landspítala enn frekar sem þjóðarsjúkrahús.

Forhönnun nýs meðferðarkjarna er lokið. Margir starfsmanna Landspítala hafa verið þátttakendur í hönnunarferlinu sem er afar tímafrekt og hafa á þriðja hundrað starfsmenn unnið hörðum höndum með ráðgjöfum og hönnuðum að skipulagi gjörgæsludeilda, legudeilda, bráðamóttöku og skurðstofa. Sú vinna gekk vel og almenn ánægja starfsmanna að taka þátt í þessari vinnu. 

Vinna er hafin við fullnaðarhönnun s.k. meðferðarkjarna sem er stærsta byggingin af nýbyggingum Landspítala, 56.000. m². Meðferðarkjarninn mun hýsa alla bráðastarfsemi spítalans, sem nú er á fimm stöðum, og einnig allar skurðstofur Landspítala sem nú eru í fjórum húsum. Þar verður einnig sameinuð gjörgæsludeild, sem nú er í tveimur húsum og á Hringbraut í elstu byggingunni í lélegu húsnæði. Í meðferðarkjarnanum verða einnig myndgreining, hjartaþræðingarstofur og 240 legurými.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Ölmu og Önnu en greinina má lesa í heild sinni hér


Svæði

SPÍTALINN OKKAR

Landssamtök um uppbyggingu nýs húsnæðis Landspítala
spitalinnokkar@spitalinnokkar.is